You are currently viewing Einar M. Jónsson

Einar M. Jónsson

Einar var fæddur að Stokkseyri 1. desember 1904, og voru foreldrar hans Jón Gíslason og Hildur Einarsdóttir. Föður sinn missti hann þegar hann var 5 ára gamall, en móðir hans annaðist hann og systur hans yngri af stökum dugnaði og kom þeim vel til
manns. Var hún öllum, sem hana þekktu, minnisstæð mannkostakona. Þau voru bræðrabörn, hún og Steinn Sigurðsson heitinn skólastjóri og rithöfundur, en síra
Sigurður Einarsson skáld í Holti var sem kunnugt er bróðursonur Steíns.