Ebenezer Guðmundsson var bróðir Þeirra Guðmundar og Friðriks. Hann bjó að Skúmstöðum. Kona hans var Sesselja Ólafsdóttir frá Geldingaholti, systir þeirra Gests á Húsatófum og Ólafs í Gerðum, er drukknaði í Stokkseyrarsundi 28. maí 1881 með Þórði Grímssyni á Stokkseyri (Sjá Vökur, bls. 227)
Þau Ebenezer og Sesselja áttu margt barna, er öll voru myndarleg og mjög vel gefin; meðal þeirra er Guðmundur Ebenezarson skósmiður á Eyrarbakka, kvæntur góðri og myndarlegri konu, Pálínu Pálsdóttur.
Ebenezer var líkur áðurnefndum bræðrum sínum í sjón, síglaður og góður maður, en átti erfitt mjög uppdráttar sökum fátæktar með hinn stóra barnahóp sinn. Annar sonur hans er Ebenzer vélstjóri og ein af dætrum hans hét Ólafía. Hefi ég eigi fylgst með því, hvað um börn þeirra varð, en flestu munu þó hafa flutzt hingað til Reykjavíkur. Sesselja Ólafsdóttir var myndarkona hin mesta, vel að sér um margt, þrifin og dugleg; hún var fremur há vexti, feitlagin og gild. Börn sín ólu þau vel upop, enda urðu þau öll mýtar manneskjur og góðar.
Nábúi Ebenzar var kona Andrésar GUðmundssonar, Guðbjörg Guðmundsdóttir, systir Þórðar alþingismanns í Hala. Kastaðist stundum í kekki milli hennar og „Ebba gamla“ (svo var hann oft nefndur). Einhverju sinni, er „litla Gudda“ (svo var hún nefnd) lét í örlæti sínu óþvegnar orðadembur dynja yfir Ebnezer sagði hann:
„Heyðu Gudda! Ég þekki lítinn fugl, með svartan skolt og blóðrautt nef og lappir; hann gargar, stingur og gargar, og segir: Gný, gný! Hún heitir Kría, en það tekur enginn mark á henni – hún er svo lítil!
Ebenzer var stefnuvottur og man ég eftir því hversu fljótur hann var á fæti að hoppa um Selsheiði með Gísla gamla á Stórahrúni, er einnig var stefnuvottur og kvikur á fæti; það var eins og tvær skoppandi kringlur færu yfir þúfurnar, grjótið og lautirnar, en sendust hvor í kapp við aðra, er þeir voru á ferð.
Ebenzer var ágætur gull- og úrsmiður, sem safnað hafði að sér ýmsum fágætum munum, en mörgum þætti nú fáséðir og gaman að eiga. Hann var m.a. kennari frænda míns, Sigurðar sál. Jónssonar frá Meðalholtum er drukknaði með Bjarna bróður mína 24. febr. 1887, með föður sínum og Guðmundi bróður sínum og tveim öðrum ungum mönnum og efnilegum. Var Ebenzer eigi síður en öðrum söknuður mikill að þessum lærisveinum sínum.