Á dögum þjóðveldisins voru hrepparnir mjög óháðir öðrum stofnunum þjóðfélagsins og stjórnuðu sjálfir málum sínum. Æðsta vald í hreppsmálum höfðu fundir hreppsbænda, hinar svonefndu samkomur, sem haldnar voru reglulega þrisvar á ári, hin fyrsta á langaföstu (einmánaðarsamkoma), önnur eftir vorþing (vorsamkoma) og hin þriðja nálægt veturnóttum (haustsamkoma). Með málefni hreppsins fóru annars fimm bændur, sem til þess voru kjörnir á vorsamkomu til eins árs í senn. Þeir voru kallaðir sóknarmenn, vegna þess að þeir áttu að sækja til laga þá menn, sem brotlegir gerðust við hreppsskyldur sínar, en snemma voru þeir einnig kallaðir hreppstjórar, því að það heiti kemur þegar fyrir í Grágás og Gizurarsáttmála 1262. Þessir fimmmenningar svara öldungis til hreppsnefnda nú á dögum að því undanskildu, að þeir völdu sér ekki formann eða oddvita, eins og nú er. Aðalstarf hreppstjóra var að ráðstafa fátækrafé, skipta tíundum og matgjöfum og líta eftir því, að hreppsbændur ræktu skyldur sínar við samfélagið. Engin laun fengu hrepp· stjórar fyrir starfa sinn, og sömu skyldur hvíldu á þeim sem öðrum hrepps· bændum, en hlut fengu þeir af sektaríj ám í þeim málum, sem þeir sóttu í embættisnafni.
Litlar breytingar urðu á málefnum hreppanna með lögtöku Jónsbókar 1281. „Löghreppar skulu vera sem að fornu hafa verið,“ stendur þar, og sjálfstæði sínu héldu þeir eins og áður. Giltu Jónsbókarlög í aðalatriðum um sveitarstjórn á landi hér fram til ársins 1808. Hreppstjórar voru sem áður fimm í hverjum hreppi, kjörnir af hreppsbændum til óákveðins tíma, að því er virðist. Voru menn skyldir að taka við hreppstjórakjöri, en á 18. öld er svo að sjá sem menn hafi þótt leysa sig, ef þeir gegndu starfinu í fjögur ár samfleytt, en algengt var, að sami maður gegndi því miklu lengur. Störf hreppstjóra voru í aðalatriðum hin sömu og áður, en þegar fram liðu stundir tóku sýslumenn að skipta sér meira og meira af málefnum hreppanna og koma alls konar umsjónar- og eftirlitsstörfum á hreppstjórana, eftir því sem við varð komið. Má þar nefna ýmiss konar lögreglustörf og eftirlit með siðferði manna. Er í því efni harla fróðleg skrá Þórðar lögmanns Guðmundssonar um embættisskyldur hreppstjóra á síðara hluta 16. aldar.[note]Alþingisbækur Íslands I, 197-201. [/note] Síðar meir fóru sýslumenn að láta til sín taka kosningu eða tilnefningu hreppstjóra, enda þótt kjör þeirra væri að réttum landslögum í höndum hreppsbúa sjálfra allt þetta tímabil.
Þó að lög gerðu ráð fyrir því, að hreppstjórar væru fimm og svo muni venjulega hafa verið, þá brá stundum út af því. Árið 1768 sögðu allir hrepp· stjórarnir í Stokkseyrarhreppi af sér embætti sínu á manntalsþingi sökum ágreinings við sýslumann, og voru þeir þá aðeins fjórir, en á sama þingi voru kjörnir sex nýir hreppstjórar í stað þeirra, en slíkt mun hafa verið óvenjulegt. Á árunum 1807-1809 voru hreppstjórarnir aðeins þrír, enda stóð þá fyrir dyrum gagnger breyting á hinni fornu héraðsstjórn.
Rétt þykir mér að birta hér nöfn nokkurra þeirra manna, sem kunnugt er um, að gegndu hreppstjóraembætti í Stokkseyrarhreppi á þessu tímabili, en raunar er um fáa kunnugt fyrr en kemur fram á 18. öld. Aðalheimildin um þá eru Þingbækur Árnessýslu, en eftir að þær koma til sögunnar, vantar þó mikið á, að allir séu taldir, því að í þeim eru stórar eyður.[note]Sjá Bólsaðiro.s.frv., 396. [/note] Þegar lengra kemur aftur í tímann, hverfa öll nöfn í gleymsku. Ganga má þó að því vísu, að menn eins og lögréttumennirnir Sigurður Bjarnason á Stokkseyri, Bjarni Sigurðsson á Stokkseyri og Jón Gíslason á Hæringsstöðum hafi verið hreppstjórar á sinni tíð, og þannig mætti nefna fleiri. Hér á eftir eru aðeins taldir þeir, sem eg hefi fundið beinar heimildir um.
- Páll Jónsson 1/9 1620 (Alþingisb. Ísl.V, 54).
- Markús Bjarnason, Stokkseyri, 16/5 1635 (Bréfab. Gísla bisk. Oddssonar).
- Hannes Tómasson, Skipum, 19/10 1668.
- Guðmundur Guðmundsson, Leiðólfsstöðum, kjörinn 26/5 1677.
- Kolbeinn Hannesson söguskrifari, Holti, getið fyrst 15/12 1697, síðast 10/10 1700.
- Jón Guðmundsson smiður, Hólum, getið fyrst 7 /12 1702, síðast 31/5 1725.
- Guðmundur Finnbogason lögréttumaður, Rekstokki, getið fyrst 7 /11 1704 síðast 28/5 1723.
- Jón Guðmundsson, Skipum, 28/6 1713.
- Brynjólfur Hannesson lögréttumaður, Baugsstöðum, 29/5 1722.
- Brynjólfur Þórðarson lögréttumaður, Hrauni, getið fyrst 29 /5 1722, síðast 28/5 1723.
- Hafliði Jónsson, Skipum, getið fyrst 29 /5 1722, síðast 1/6 1736.
- Þórarinn Sigurðsson, Hæringsstöðum, getið fyrst 28/5 1723, síðast 1/6 1736
- Bjarni Brynjólfsson, Baugsstöðum, getið fyrst 28/5 1726, síðast 27/6 1757.
- Jón Þorsteinsson, Traðarholti, 9/6 1729.
- Bjarni Jónsson, Skúmsstöðum, kjörinn 13/6 1731, getið síðast 1/6 1736.
- Sæmundur Jónsson, Syðsta-Kekki, kjörinn 13/6 1731, getið síðast 1/6 1736.
- Snorri Jórisson, Háeyri, 12/12 1753.
- Gizur Stefánsson, Traðarholti, getið fyrst 2/11 1754, síðast 27 /6 1757.
- Bergur Sturlaugsson, Brattsholti, getið fyrst 18/11 1756 (Bréf um gjafakornið), síðast 27/6 1757.
- Felix Klemenzson, Einarshöfn, getið fyrst 18/11 1756 (Bréf um gjafakornið), síðast 27/6 1757; kjörinn aftur 26/5 1768, lét af störfum 15/6 1773.
- Magnús Bjarnason, Skúmsstöðum, getið fyrst 18/11 1756 (Bréf um gjafa. kornið), síðast 27 /6 1757.
- Jón Ketilsson, Nesi, getið fyrst 20/5 1761, sagði af sér 26/5 1768; kjörinn aftur 15/6 1773, getið síðast 20/5 1777.Jón Jónsson, Háeyri, getið fyrst 3/6 1761, sagði af sér 26/5 1768.
- Þorvaldur Bergsson, Rekstokki, getið fyrst 3/6 1761, lét af störfum 14/5 1763.
- Magnús Jónsson, Baugsstöðum, getið fyrst 8/12 1761, sagði af sér 26/5 1768.
- Þórður Gunnarsson, Hrauni, kjörinn 14/5 1763, sagði af sér 26/5 1768.
- Guðmundur Hafliðason, Skipum, kjörinn 26/5 1768, getið síðast 9/3 1770.
- Jón Þórólfsson, Mið-Kekki, kjörinn 26/5 1768, getið síðast 9 /3 1770.
- Einar Jónsson, Baugsstöðum, kjörinn 26/5 1768, lét af störfum 19 /5 1775.
- Eyjólfur Benediktsson, Götu, kjörinn 26/5 1768.
- Bjarni Magnússon hafnsögumaður, Litlu-Háeyri, kjörinn 26/5 1768.
- Gamalíel Jónsson, Stokkseyri, kjörinn 15/6 1773, getið síðast 5/7 1776, en mun hafa gegnt starfinu til dauðadags sumarið 1777.
- Bjarni Jónsson, Grímsfjósum, getið fyrst 27/2 1780 (Bréfabók Árnessýslu), síðast í maí 1786.
- Árni Gamalíelsson, Dvergasteinum, síðar á Háeyri, kjörinn 19 /5 1775, lét af störfum 18/5 1781.
- Hannes Jónsson, Nesi, getið fyrst 10/9 1778, síðast 22/9 1781, en mun hafa gegnt starfinu til vors 1782, er hann fluttist að Kaldaðarnesi.
- Gunnar Gamalíelsson, Einarshöfn, kjörinn 18/5 1781, lét af störfum 18/5 1789.
- Magnús Bjarnason, Hrauni, getið fyrst 9/1 1782 (Bréfabók Árnessýslu), lét af störfum 14/5 1788.
- Jón Bjarnason, Litla-Hrauni, kjörinn 14/5 1788, getið síðast 21/5 1790.
- Jón Ingimundarson, Stokkseyri, kjörinn 18/5 1789, lét af störfum 8/6 1803. Andrés Ögmundsson, Kotleysu, getið fyrst 1786 (Bréfabók Árnessýslu), lét af störfum 12/6 1792.
- Jón Einarsson, Baugsstöðum, kjörinn 12/6 1792, lét af störfum 1/9 1823.
- Helgi Sigurðsson, getið fyrst 30/6 1797 (Bréfabók Árnessýslu), lét af störfum 8/6 1803.
- Jón Þórðarson, Vestri-Móhúsum, kjörinn 2/61801, lét af störfum 1838.
- Bjarni Magnússon eldri, Baugsstöðum, kjörinn 8/6 1803, gegndi störfum til dauðadags 24/3 1807.
- Þorkell Jónsson skipasmiður, Háeyri, síðar á Gamla-Hrauni, kjörinn 8/6 1803, lét af störfum 1809. [note] Um flesta þessa menn má vísa til fyrri rita minna, Bólstaða o.sfrv. og Sögu Hraunshverfis á Eyrarbakka. [/note]