109-Hlutafélagið „ Atli“

Árið 1955 seldi Jón Magnússon kaupmaður verzlun sína og húseignir á Stokkseyri, sem fyrr segir. Stofnað var hlutafélag til kaupa á eignunum, og nefndist það Atli h.f. Stjórn þess skipuðu þessir menn: Magnús Sigurðsson frá Móhúsum formaður, Sigurður Óli Ólafsson kaupmaður og alþingismaður Selfossi og Snorri Árnason fulltrúi á Selfossi. Tilgangur félagsins var að reka verzlun og útgerð á Stokkseyri, og hélt það áfram verzlun þeirri, er Jón Magnússon átti og á sama stað. Félagið er nú hætt, en eigendur eru S. Ó. Ólafsson & Co. á Selfossi, sem heldur rekstrinum áfram. Verzlunarstjóri er Eyþór Eiríksson á Stokkseyri.

Eyþór Eiríksson verzlunarstjóri

(Helztu heimildir að þætti þessum eru, auk þeirra, sem þegar er til vísað: 1) Ýmis samtíningur og fróðleiksmolar um verzlun á Stokkseyri eftir handriti Þórðar Jónssonar bókhaldara. 2) Munnlegar frásagnir kunnugra manna, bornar eftir föngum saman við ritaðar heimildir, gerðabækur o. fl. þar sem þeirra var kostur).

Leave a Reply