You are currently viewing Grund

Grund

Grund er byggð árið 1939 úr Kotleysulandi. Býli þetta reisti Sigurfinnur Guðmundsson, síðar bóndi á Hæðarenda í Grímsnesi, og bjó þar í tvö ár. Árið 1940 kom þangað úr Reykjavík Kristinn Gíslason og gerði þar annað býli. Bjó hann þar aðeins eitt ár og hvarf svo suður aftur, en við tók Þorvaldur Sigurðsson og bjó þar í tvö ár. Eru ábúendur þessir taldir þurrabúðarmenn. Eftir að býlin voru orðin tvö, var farið að aðgreina þau þannig, að eldri býlið, er Sigurfinnur reisti, var nefnt Vestri-Grund, en hið yngra Eystri-Grund.

Leave a Reply