You are currently viewing Gömlufjós

Gömlufjós

Gömlufjós voru afbýli frá Traðarholti og er getið aðeins í Jarðab. ÁM. 1708. Segir þar, að hjáleiga þessi hafi verið byggð í manna minni á fjósstæði heimajarðarinnar, byggðin varað um nokkur ár, en hafi síðan í auðn legið um 30 ár. Samkvæmt því hafa Gömlufjós verið í byggð hér um bil á árunum 1665-1675 eða skemur. Um ábúanda eða ábúendur er eigi kunnugt, og aldrei hefir þar byggð verið síðan.

Leave a Reply