You are currently viewing Gljákot

Gljákot

Það var hjáleiga frá Hæringsstöðum, og er þess getið fyrst, svo að kunnugt sé, í bændatali 1681. Í Jarðab. ÁM. 1708 segir, að hjáleiga þessi sé byggð fyrir manna minni. Gljákot fylgdi jafnan heimajörðinni, og svo er enn um þann helming þess, sem er eign Þorleifsgjafarsjóðsins. Hinn helmingur Gljákots gekk að erfðum til barna Gunnars Ingimundarsonar á Hæringsstöðum, að nokkru til Magnúsar í Brú og svo til Jóns, sonar hans, en að nokkru til Þórðar Gíslasonar í Hæringsstaðahjáleigu. Þórður seldi hluta þennan árið 1909 Guðmundi Ísleifssyni á Háeyri, en Guðmundur seldi aftur 1930 Jóni kaupmanni Magnússyni á Stokkseyri, og átti Jón þá orðið helminginn allan. Árið 1936 seldi Jón hann Guðmundi Þorkelssyni kaupmanni í Reykjavík. Síðan hefir partur þessi margsinnis gengið kaupum og sölum.

Leave a Reply