Garðsstaðir eru einn af Beinateigsbæjunum. Þar var upphaflega sjóbúð Magnúsar Teitssonar. Þegar hann seldi Jóni Þorsteinssyni Garðbæ 1891, flutti hann sig í sjóbúðina, gerði hana upp og kallaði Garðsstaði. Þar bjó Magnús til 1896, er hann byggði Brún og fluttist þangað, en seldi Jóni Eiríki Jóhannssyni frá Klofa og Höllu Sigurðardóttur frá Beinateig Garðsstaði. Þau byggðu bæinn upp að nýju sama ár, en notuðu sjóbúðina fyrir kindakofa. Þau bjuggu mjög lengi á Garðsstöðum.