Folald svonefnt í manntalsbók Ám. 1831 er sama býli sem Kumbaravogskot, sjá það. Þannig nefndu menn þar eystra afbýli af öðrum kotum eða hjáleigum, sbr. t.d. Gamla-Hraunskot, sem nefnt var í daglegu tali Folald. Slík folöld hafa enn fremur verið Keldnakotshjáleiga og Hólshjáleiga. Stundum nefndu menn afbýli þessi einnig kuðunga.