You are currently viewing Djúpidalur

Djúpidalur

Djúpidalur var byggður árið 1891 af Jónasi íshúsverði Jónssyni frá Ranakoti efra. Jónas var kallaður „drottinn minn“. Því sagði hann í gamni: ,,Eignist eg son, þá mun hann guðs son kallaður verða.“ Nikulás Helgason keypti bæinn af Jónasi og bjó þar fáein ár. Þá kvað Magnús Teitsson:

Eignast fyrir aura val
ónýtt fúahreysi,
Nikulás í Djúpadal
deyr úr iðjuleysi.

Jónas fluttist að Hellukoti og bjó þar í þurrabúð um tíma. Þá var enn kveðið:

Ónýtt brúka orðaval,
eru hvor í sínu sloti:
Nikulás í Djúpadal
og „Drottinn minn“ í Hellukoti.

Ásgeir Jónasson, síðar í Ásgarði, keypti bæinn af Nikulási og bjó þar í nokkur ár, en seldi hann svo hjónum ofan af Skeiðum. Þau urðu að lokum að leita á náðir sveitarinnar vegna fátæktar. Rifu Skeiðamenn þá bæinn í Djúpadal og fluttu til sín árið 1916.

Leave a Reply