Allir bústaðir hvort sem er Lögbýli – Hjálega – Þurrabúð
Warning: Trying to access array offset on value of type null in /var/www/virtual/sagastokkseyrar.is/htdocs/wp-content/plugins/pt-content-views-pro/includes/components/live-filter/_process_filters.php on line 401
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Skipagerði
Þess skal að lokum getið, að á vegum Byggingarfélags verkamanna eru tvö ný steinhús risin af grunni í Stokkseyrarhverfi. Annað þeirra er hjá Skipagerði, byggt 1950, og býr þar nú Eyjólfur Bjarnason með fjölskyldu sinni. Hitt húsið stendur í Hólstúni, byggt 1951, en það er eigi enn komið í notkun, þá er þetta er ritað ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Þóruhús
Þóruhús er aðeins nefnt í manntali 1703. Á árunum 1681-1703 bjó þar Þórunn Jónsdóttir ekkja með syni sínum, Jóni Eyjólfssyni, síðast bónda á Syðsta-Kekki ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Þingdalur
Þingdalur er nefndur fyrst sem íbúðarhús árið 1907, og bjó Edvald Möller verzlunarmaður þar í fáein ár. Hús þetta var í rauninni skúr eða útbygging, áföst við Ólafshús, er síðar nefndist Helgahús, sjá þar. Þingdalur var annars gamalt örnefni, dregið af því, að þar var hinn forni þingstaður Stokkseyrarhrepps. Hans sér nú enga staði framar, því að dalurinn eða lægðin hefir öll verið fyllt upp smám saman og að fullu, ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Vinaminni
Vinaminni er byggt árið 1898 af Jóni Sturlaugssyni, síðar hafnsögumanni, og bjó hann þar til dauðadags 1938. Nafnið er svo til komið, að Jón bauð nokkrum kunningjum til sín, þá er húsið var fullgert, þar á meðal Ólafi kaupmanni Árnasyni. Áður en þeir skildust, sló Ólafur því fram að kalla húsið Vinaminni til minningar um vinafund þennan, og það varð ...
Vegamót
Vegamót eru byggð árið 1906 af Gunnari Gunnarssyni frá Byggðarhorni, og hefir hann búið þar síðan ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Vatnsdalur
Vatnsdalur er sama býli sem hét áður Tjarnir, sjá þar. Guðmundur Pálsson, er þar bjó, breytti um nafn á því árið 1905 ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Varmidalur
Varmidalur hét áður Aftanköld, sjá þar, og breytti Einar Ólafsson nafninu árið 1900. Varmidalur brann í Stokkseyrarbrunanum mikla árið 1926, og var íbúðarhúsið, sem nú er, byggt eftir brunann ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Útgarðar
Útgarðar eru byggðir árið 1870 af Guðnýju Kjartansdóttur, ekkju Einars Loftssonar í Ranakoti, en nafnið kemur fyrst fyrir við húsvitjun 1874. Fyrst er býli Guðnýjar kallað Móhúsahjáleiga (manntal og húsvitjun 1870), en síðan um tíma einungis Móhús. Í sveitarbók Stokkseyrarhrepps 1873-74 er býlið kallað Ölhóll, en næstu tvö árin einungis Hóll. Í húsvitjun 1874 er býlið fyrst nefnt Útgarðar, og er því haldið þar síðan og einnig í sveitarbókinni frá ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Unhóll
Unhóll er byggður árið 1898 af Jóni Benediktssyni frá Unhól í Þykkvabæ, og gerði hann sér fyrst bæ þar, sem verið hafði sjóbúð Jóns Guðmundssonar á Gamla-Hrauni. Árið 1901 kom þangað Jón Gíslason austan úr Þykkvabæ. Rifu þeir þá bæinn, en reistu í staðinn saman timburhús það, sem enn stendur. Sonur Jóns Gíslasonar er Einar Marel stúdent og skáld í Reykjavík ...
Bólstaðir og búendur, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Töpp
Töpp er aðeins nefnd í Jarðab. ÁM. 1708. Samkvæmt því, sem þar segir, fór þurrabúð þessi í eyði árið 1706. Byggð hlýtur að hafa staðið þar mjög stuttan tíma, því að hennar er ekki getið í manntali 1703 ...
Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Býli, Sagan, Þurrabúðir
Túnprýði
Túnprýði er byggð árið 1900 af Jóni formanni Hinrikssyni frá Ranakoti. Þar bjó Jón til dauðadags árið 1940 ...