Bugar voru hjáleiga frá Ásgautsstöðum, og er þeirra getið fyrst með nafni í Jarðabók ÁM 1708. Þar segir, að hún hafi verið byggð fyrir manna minni, en farið í eyði í fardögum það ár, megi og þetta hrakkot ekki aftur byggja nema til meins og skaða heimajörðinni. (Jb. ÁM, Il, 57). Bugar voru síðan í eyði nær alla 18. öldina og fram yfir miðja 19. öld að undanskildum árunum 1825-27. Árið 1855 var byggð tekin þar upp að nýju. Hélzt hún að mestu óslitið til 1906, en þá lagðist hjáleiga þessi í eyði fyrir fullt og allt. Bugar fylgdu jafnan heimajörðinni.
Pingback: Garðhús – Saga Stokkseyrar