Bjarki Sveinbjörnsson

Stokkseyrarsel

Stokkseyrarsel var upphaflega sel frá Stokkseyri, eins og nafnið bendir til, en varð síðar hjáleiga þaðan. Svo vel vill til, að áreiðanleg heimild er fyrir hendi um það, hvenær byrjað var að hafa þar í seli. Í vitnisburðarbréfi Odds Grímssonar á Hrauni um landamerki Stokkseyrar og Hrauns um 1560 segir svo, að Eyjólfur heitinn Þorvaldsson […]

Stokkseyrarsel Read More »

Ranakot efra

Ranakot efra var hjáleiga frá Traðarholti og er getið fyrst í manntali 1703, en í Jarðabók ÁM. 1708 er það talið gamalt býli. Það var oft kallað Upp-Ranakot eða Efra-Ranakot til aðgreiningar frá Ranakoti í Stokkseyrarhverfi. Einnig var það um nokkurt skeið kallað Stóra-Ranakot til aðgreiningar frá þurrabúð, er þar var í byggð á árunum

Ranakot efra Read More »

Oddagarðar

Oddagarðar voru hjáleiga frá Hæringsstöðum. Þeirra er getið fyrst, svo að vér höfum fundið, árið 1654 í sambandi við landamerki Votmúla, þá er Brynjólfur biskup keypti helming þeirrar jarðar (Bréfab. Brynjólfs biskups 19. nóv. 1654). Í Jarðabók ÁM. segir, að hjáleiga þessi hafi verið „byggð í manna minni, þar sem hafði fyrr býli verið, en

Oddagarðar Read More »

Móhús

Móhús voru hjáleigur tvær frá Stokkseyri, Vestri-Móhús og Eystri-Móhús, nefndar fyrst í bændatali 1681, nafnið ritað þar Moshús eða Móshús. Í Þingb. Árn. 7. des. 1702 og Jarðab. ÁM. er vestra býlið nefnt Stóru-Móhús, en í síðarnefndu heimildinni er eystra býlið nefnt Litlu-Móhús. Í manntali 1703 eru býli þessi nefnd Móahús vestri og Austari-Móahús og í

Móhús Read More »

Lölukot

Lölukot var upphaflega fjárhús frá Hæringsstöðum, sem tekin voru í byggð um 1765 af frumbýlingshjónum, Rögnvaldi Filippussyni og Evlalíu Einarsdóttur, og er mælt, að Hæringsstaðabóndi hafi sett þau þar til varnar fyrir ágangi fénaðar sunnan úr Hólavelli. Í Þingb. Árn. 9. marz 1770 eru þau hjón talin til heimilis í Hæringsstaðafjárhúsi, og er það í

Lölukot Read More »

Kumbaravogur

Kumbaravogur var hjáleiga frá Stokkseyri og er getið fyrst í manntali 1703. Á síðari tímum er nafnið stundum ritað Kumbravogur, en því ber að hafna. Nafn þessa býlis er merkilegt í sögulegu tilliti. Orðið kumbari merkir eitt af tvennu: maður frá Cumberland á Norðvestur-Englandi eða skip af sérstakri gerð, einkum til vöruflutninga, og vafalaust upphaflega

Kumbaravogur Read More »