Bjarki Sveinbjörnsson

Brekkuholt

Brekkuholt er byggt árið 1907 af Ingimundi Eiríkssyni frá Haugakoti í Flóa. Brún var byggð árið 1896 af Magnúsi Teitssyni. Þá er lokið var bæjargerðinni, kvað hann: Þessi heitir bær á Brún, byggður rétt hjá flóði, fylgir hvorki tröð né tún, telst þar lítill gróði. Brún er nú í eyði, en húsið notað sem sumarbústaður.

Brekkuholt Read More »

Bjarnahús

Bjarnahús er kennt við Bjarna Grímsson bónda á Stokkseyri, er bjó þar allan sinn búskap og stækkaði það nokkuð. Húsið byggði Eiríkur Jónsson trésmiður frá Ási í Holtum árið 1901 og seldi Bjarna Grímssyni sama ár. Eftir að Bjarni fluttist til Reykjavíkur 1926, bjó Sigurður Sigurðsson bóndi á Stokkseyri í Bjarnahúsi og nú Katrín, ekkja

Bjarnahús Read More »