Bjarki Sveinbjörnsson

114-Hreppurinn og heilbrigðismál

Um langt árabil hefir Stokkseyrarhreppur varið nokkru fé til heilbrigðismála, þótt ekki nemi að jafnaði háum upphæðum, og eru ýmis útgjöld vegna þeirra mála bundin með lögum. Má þar nefna gjöld til sjúkrasamlags, læknisskoðun skólabarna, berklaskoðun, hundahreinsun o. fl. Mikinn kostnað hefir hreppurinn lengi haft af sjúkrahúsvist styrkþega, sem hafa þurft að dveljast á sjúkrahúsum […]

114-Hreppurinn og heilbrigðismál Read More »

113-Ljósmæður

Því var eins farið um störf ljósmæðra og lækna fyrr á öldum, að þau voru öll unnin af ólærðu alþýðufólki, sem til þeirra valdist sökum áhuga og hæfileika, er einum var lagið framar öðrum, og fyrir nauðsynja sakir. Það var ekki fyrr en eftir að landlæknisembættið var stofnað árið 1760, sem kennsla í yfirsetufræði hófst

113-Ljósmæður Read More »

110-Iðnaður

Iðnaður í ýmsum myndum er jafngamall þjóðinni. Það er gamalt mál, að húsmóðirin þyrfti að kunna að breyta ull í fat og mjólk í mat og bóndinn að vera búhagur, ef vel átti að fara. Í þessu eru einmitt fólgnar aðalgreinar íslenzks heimilisiðnaðar frá fornu fari, tóvinna, matargerð og ýmiss konar smíði. Margar fleiri iðnir

110-Iðnaður Read More »

109-Hlutafélagið „ Atli“

Árið 1955 seldi Jón Magnússon kaupmaður verzlun sína og húseignir á Stokkseyri, sem fyrr segir. Stofnað var hlutafélag til kaupa á eignunum, og nefndist það Atli h.f. Stjórn þess skipuðu þessir menn: Magnús Sigurðsson frá Móhúsum formaður, Sigurður Óli Ólafsson kaupmaður og alþingismaður Selfossi og Snorri Árnason fulltrúi á Selfossi. Tilgangur félagsins var að reka

109-Hlutafélagið „ Atli“ Read More »

108-Kaupfélag Árnesinga

Eins og áður er sagt, keypti Kaupfélag Árnesinga á Selfossi verzlun Jóns Adólfssonar vorið 1942 ásamt verzlunarhúsi hans og hefir rekið þar útbú síðan. Breytti það húsinu og stækkaði það til muna. Kaupfélagið mun vera stærsta verzlunarfyrirtæki á Stokkseyri nú, og nam velta þess árið 1956, 1.8 millj. króna. Samhliða kaupfélaginu starfar einnig viðgerðarverkstæði fyrir

108-Kaupfélag Árnesinga Read More »