Læknishús var byggt af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum, líklega 1898, og seldi hann það Guðmundi lækni Guðmundssyni, síðar í Stykkishólmi. Guðmundur læknir sat 3 ár á Stokkseyri (1898-1901) og bjó í þessu húsi, og var það þá við hann kennt. Það var seinna verzlunar- og íbúðarhús Jóns kaupmanns Jónassonar og brann 2.5. sept. 1929.