Kumbaravogskot var folald eða kuðungur frá Kumbaravogi. Það var í byggð á árunum 1830-37, og byggðu það og bjuggu þar mæðginin Salgerður Bjarnadóttir. áður í Vestri-Rauðarhól, og Ásmundur Sveinsson, síðar í Dvergasteinum. Kot þetta var kallað ýmsum nöfnum: Kuðungur, húsv. 1830, Folald, manntalsbók 1831. Nýju-Gerðar, húsv. 1834, Kumbaravogskot, manntalsbók 1836 og Kotið 1837. Allt er þetta eitt og hið sama býli.
Pingback: Nýju-Gerðar – Saga Stokkseyrar