Hviða var þurrabúð á Stokkseyri, og er hennar aðeins getið í Jarðab. ÁM. 1708. Samkvæmt því, sem þar segir, fór Hviða í eyði 1707, vafalaust eftir mjög skamma byggð, því að í manntali 1703 er hennar ekki getið. Sagt er, að Hviða hafi staðið þar, sem Útgarðar eru nú.