Hraukur mun hafa verið byggður fyrst árið 1824, af Bjarna Jónsyni, áður bónda á Syðsta-Kekki, en ekki kemur nafnið þó fyrir fyrr en 1829. Eftir Bjarna bjó þar Erlendur Þorsteinsson, síðar í Símonarhúsum. Hann fór frá Hrauk 1842 og lagðist kotið þá í eyði. Aftur byggði Bjarni Nikulásson kot þetta upp árið 1880. Var hann þar aðeins eitt ár, en við tók Sigurður Sveinsson og Bryngerður, systir Bjarna. Hraukur fór aftur í eyði árið 1925, og bjó þar síðastur Sigurður Gíslason á Jaðri.