Garðbær er einn af Beinateigsbæjunum. Magnús Teitsson byggði hann 1886 og bjó þar til 1891, er hann seldi bæinn Jóni Þorsteinssyni járnsmið frá Kolsholtshelli. Þar bjó Jón síðan til 1908, er hann byggði húsið Brávelli. Jón hafði smiðjuhús allstórt í Garðbæ og vann þar tíðum að smíðum. Var oft gestkvæmt í smiðjunni, og ræddu menn þar um landsins gagn og nauðsynjar, sögðu sögur og gerðu sér margt til gamans. Þar lét Magnús Teitsson oft fjúka í kviðlingum.