You are currently viewing Borgarholt

Borgarholt

Borgarholt var hjáleiga frá Brattsholti og var í byggð á árunum 1830- 1933 eða í rúma öld. Þar byggði fyrstur manna Snorri Hólmsteinsson, er síðast bjó að Grjótlæk, og var býlið í fyrstu kennt við hann og nefnt Snorrakot. Því nafni er haldið í húsvitjunarbók Stokkseyrarsóknar í fáein ár, en Borgarholt er býlið nefnt fyrst í manntalsbók Árnessýslu 1832.

Borgarholt var hluti af Brattsholtstorfunni, unz Einar Gíslason eignaðist það sem arf konu sinnar eftir Þórð silfursmið Pálsson í Brattsholti. Árið 1918 seldi Einar það Böðvari útgerðarmanni Tómassyni, en 1928 seldi Böðvar það Helga Guðmundssyni í Borgarholti. Skömmu áður en Helgi dó (1932), seldi hann Búnaðarbankanum jörðina, en 1935 seldi bankinn hana aftur Árna hreppstjóra Tómassyni í Bræðratungu á Stokkseyri. Hefir Árni átt Borgarholtið síðan og nytjað það til slægna.

Leave a Reply