Stokkseyrarselskot var í byggð á árunum 1869-93 og 1897-1900. Það var þurrabúð hjá Vestra-Stokkseyrarseli, einnig kallað Selkot (manntal 1870) eða í gamni Pungur. Kot þetta byggði Sigurður Björnsson, áður bóndi á Efra-Seli, og bjó þar í 10 ár (1869-70). Þvínæst bjó þar allmörg ár Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, fyrr bústýra Jóns Jónssonar í Lölukoti, þá Guðjón Guðmundsson tengdasonur hennar, síðar á Gamla-Hrauni, og síðast Bjarni Bjarnason seinna bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum.