Góðtemplarahús var reist fyrir aldamót. Það stóð fyrir framan Vinaminni og gaf Grímur í Nesi lóð undir það. Verkalýðsfélag Stokkseyrar keypti síðan húsið og flutti það þangað, sem það er nú. Var það um tíma aðalsamkomuhús hreppsins eða þar til er Gimli var byggt. Verkalýðsfélagið seldi húsið Andrési kaupmanni Jónssyni á Eyrarbakka, er verzlaði þar um tíma. Af honum keypti Jón Adólfsson húsið, og verzlaði hann þar einnig, unz hann seldi það Kaupfélagi Árnesinga, sem hefir rekið þar útbú síðan.