100-Verzlun Jóns Adólfssonar

Jón Adólfsson keypti verzlun Andrésar Jónssonar árið 1923, sem fyrr segir, og rak hana á sama stað í 19 ár. Enga sveitaverzlun hafði Jón, en hafði þó alltaf drjúg viðskipti heima fyrir. Vann hann lengstum einn að verzlun sinni, en stundum með hjálp barna sinna. Loks seldi hann Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi verzlunina og húseignina, og fór vörutalning og afhending til kaupfélagsins fram á sumardaginn fyrsta 1942. Jóni var boðið að gerast kaupfélagsstjóri hins nýja útbús, en hann hafnaði því og vann þar þó sem starfsmaður síðustu æviár sín. Jón gegndi ýmsum trúnaðarstöðum fyrir sveit sína og var einkar vinsæll maður. Hann andaðist í Vestri-Móhúsum 9. júní 1945, 74 ára gamall.[note]Bólstaðir o.s.frv., bls. 365. [/note]

Leave a Reply