Árið 1919 stofnaði Einar Eyjólfsson frá Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi smáverzlun á heimili sínu, Sjólyst á Stokkseyri, og rak hana í nokkur ár. Eftir að hann hætti að verzla, gerðist hann afgreiðslumaður hjá Jóni Jóhannssyni á Brávöllum og síðan um nokkurn tíma hjá Ólafi Jóhannessyni við sömu verzlun, en fluttist svo til Reykjavíkur. Einar var kvæntur Nikolínu Björnsdóttur, systur Þórðar í Sjólyst, og voru þau barnlaus. Einar bjó nokkur ár á Leiðólfsstöðum um aldamótin.[note]Bólstaðir o.s.frv., bls. 103.[/note]