092-Verzlun Guðmundar Guðmundssonar læknis

Guðmundur Guðmundsson læknir, sem var í Laugardælum, fluttist til Stokkseyrar 1898 og átti þar heima í þrjú ár. Keypti hann nýtt hús af Eiríki trésmið Jónssyni, síðar bónda í Ási í Holtum, og bjó þar. Þar setti hann upp smáverzlun, er hann mun hafa rekið tvö seinni árin sem hann var á Stokkseyri, og hafði í litlu herbergi, en kona hans annaðist afgreiðslu. Hinn 11. sept. 1901 var Guðmundi veitt Stykkishólmshérað, og fór hann þá þangað vestur. Guðmundur er eini læknirinn, sem búsettur hefir verið á Stokkseyri.

Leave a Reply