You are currently viewing Jón Ingvarsson

Jón Ingvarsson

Árið 1949 hófu þau Jón og Ingigerður [Eiríksdóttir] búskap á Skipum og ráku þar stórbú í 3 áratugi og voru árum saman með mestu innvegna mjólk einstaklinga hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann var með fjárbúskap, nærri 100 ær þegar flest var, og lagði metnað í að vera með gott fé. Jón var félagsmálamaður. Hann varð ungur formaður Ungmennafélagsins á Stokkseyri, gjaldkeri í fyrstu stjórn Ökuþórs félags bílstjóra hjá K.F. Árnesinga, var í fyrstu hreppsnefnd Selfosshrepps, gegndi trúnaðarstörfum fyrir bændur í Stokkseyrarhreppi og sveitarfélagið á Stokkseyri. Það var mikið baráttumál Jóns á Skipum að fá sjóvarnargarð sem er á Stokkseyri lengdan austur með ströndinni, það tókst að lokum, því þeirri framkvæmd er lokið.