Ásgeir Eiríksson

Ásgeir Eiríksson

ÁSGEIR EIRÍKSSON, sveitarstjóri í Stokkseyrarhreppi, er fæddur í Hlíðarhúsum við Djúpavog í Suður-Múlasýslu 27. apríl 1892, og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson bóndi þar og kona
hans Katrín Björnsdóttir. Hann fluttist til Stokkseyrar árið 1907 og hefur átt þar heima síðan. Gerðist hann skrifstofumaður og bókari hjá Kaupfélaginu Ingólfi á Stokkseyri þar til það hætti störfum, en stofnaði síðan eigin verzlun, sem hann rak í yfir 30 ár.

Ásgeir hefur stundað nám í Flensborgarskóla og unnið mikið að félagsmálum á Stokkseyri. Var kosinn í hreppsnefnd 1928, og hefur verið í henni næstum óslitið síðan. Oddviti nefndarinnar þrívegis, samtals 13 ár. Hann hefur verið sýslunefndarmaður fyrir Stokkseyrarhrepp síðan 1932. Mörgum fleiri trúnaðarstörfum hefur Ásgeir gegnt fyrir sveit sína og sýslu á undanförnum áratugum og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hann ráðinn sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps næstu fjögur ár.
Ásgeir er ókvæntur.

Close Menu