14 -Formáli (2.bindi)

Áður en hefti þetta væri fullsett, bar að hendi andlát höfundarins, Jóns Pálssonar, fyrrverandi aðalféhirðis. Hann lézt að heimili sínu, Laufásvegi 59 í Reykjavík, föstudaginn 18. janúar síðastliðinn [1946] á 81. aldursári.

Þó að Jón Pálsson væri í fyrstu hikandi eða jafnvel tregur til að láta úrval úr safni sínu korna fyrir almennings sjónir nú þegar. þá er mér vel kunnugt um það. að hann sá alls ekki eftir því, að í það var ráðizt, enda þurfti hann þess eigi heldur. Viðtökur þær, sem 1. hefti af Austantórum. fekk, voru svo vinsamlegar og lofsamlegar. að þær glöddu hinn aldurhnigna heiðursmann stórlega og vöktu áhuga hans fyrir útgáfunni. Kom því svo að lokum, að hún var orðin eitt af hjartfólgnustu áhugamálum hans. Hann vildi. sem von var, hraða verkinu, úr því að byrjað hafði verið á því. svo að hann gæti sjálfur fylgt því sem lengst á veg. Honum auðnaðist að sjá ritgerðina um Eyrarbakkaverzlun Í próförk fáum dögum fyrir andlát sitt. Þá var hann svo farinn að kröftum, að hann mátti naumast fletta blaði. En gleði hans yfir framhaldinu leyndi sér ekki.

Vel hefði átt við að rita hér nokkuð um ævi Jóns Pálssonar og hin margvíslegu störf hans og áhugamál. En bæði er. að það hefur þegar verið gert af ýmsum í tilefni af fráfalli hans. og að sjálfur hefur hann ritað sitt af hverju um ýmsa þætti ævi sinnar. Mun í næsta hefti verða birt sitthvað af því tagi, er greinir meira frá honum persónulega en þættir þeir sem hingað til hafa birzt.

Efni þessa heftis höfðum við að mestu komið okkur saman um, áður en hann féll frá. Að öðru leyti hef ég annazt um niðurröðun þess og útgerð til prentunar. Þess skal getið, að greinin Hornriði og fjallsperringur hefur áður komið á prenti í tímaritinu Vöku árið 1927.

Reykjavík, 4. marz 1946.

GUÐNI JÓNSSON.

Leave a Reply