13-Nokkrir spádraumar

VI.

Nokkurir spádraumar.

Dreymi mann tungl, boðar það skipstapa og jafnmörg mannslíf sem tunglin eru mörg.

sól, boðar það mannslát.

stjörnur, boðar það barnadauða og veikindi.

gull, boðar það sólskin og þerri.

silfur, boðar það kulda og ísalög.

látún, boðar það bjartara veður.

brauð, boðar það góðan afla af sjó. þrekk, boðar það góðan afla af sjó. sjávargang, boðar það sérstaklega mikinn afla.

brim, boðar það sérstaklega mikinn afla.

sauðfé, boðar það snjókomu, og því meiri sem fleira er.

eld, boðar það illindi og illviðri og mikinn snjógang.

hey, boðar það snjó.

fugla, boðar það snjó og rokviðri.

hund, boðar það heimsókn góðs vinar eða gott veður.

kött, boðar það heimsókn ókunnrar konu eða óstöðugt veður.

Dreymi mann skip á siglingu, boðar það hvassviðri og bjartara eða léttara veður.

fiskmergð, boðar það kulda, ísa og snjó.

fjöll, boðar það ,brim og sjávargang.

ljá á túni eða teigi, boðar það snjó á jörðu.

hey í flekkjum, boðar það snjó á jörðu.

eldgos, boðar það haglél og þrumuveður.

hillingar, boðar það uppgangsveður af suðri eða frá sjó.

pappír, boðar það bjart veður og sólskin.

grjót, boðar það mikinn fisk og hægviðri.

sönglist, boðar það hvassviðri.

ull eða fiður, boðar það snjó, oft mikinn.

Leave a Reply